Bókunarskilmálar

Takk fyrir að velja Hótel Norðurland. Hér fyrir neðan eru bókunarskilmálar Hótel Norðurlands. Vinsamlegast lestu þá yfir áður en þú bókar.

Innritun
Innritun er eftir kl. 14.00. Hótel Norðurland bíður upp á sólahringsmóttöku og reynir að verða við öllum þeim séróskum sem berast (eins og beiðni um ákveðið herbergi og snemminnritun). Hægt er að senda beiðni um séróskir við bókun eða með því að hafa samband við gisitstaðinn beint.

Útritun
Útritun er fyrir kl. 12.00.Vinsamlega hafðu samband við okkur fyrir kl. 10.00 á útritunardegi ef óska á eftir að fá að skila herberginu seinna.

Greiðslur: Visa, Mastercard og Maestro.
Hótel Norðurland áskilur sér þann rétt til að taka frá upphæð tímabundið af kortinu þínu fyrir komu. Greitt er við komu.

Hótel Norðurland er reyklaust hótel.

Gæludýr eru ekki leyfð.

Eftir að þú hefur bókað munt þú fá bókunarstaðfestingu frá Hótel Norðurlandi á uppgefið netfang.

Afbókunarskilmálar

Standard rate
Þú getur afpantað þér að kostnaðarlausu þar til þremur dögum fyrir komu. Þú greiðir heildarverð bókunarinnar ef þú afpantar innan þriggja daga fyrir komu. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.

Non-refundable rate
Vinsamlega athugaðu að ef bókun er afpöntuð, ef henni er breytt eða ef gestur mætir ekki (no show) er heildarkostnaður bókunarinnar gjaldfærður. Ef þú mætir ekki greiðir þú heildarverð bókunarinnar.

Þegar bókuð eru 4 eða fleiri herbergi gilda aðrar reglur og aukagjöld geta átt við.

Hvernig á að afbóka?
Ef þú óskar eftir að afbóka herbergi þarft þú að hafa samband beint við Hótel Norðurland í gegnum netfangið booking@hotel-nordurland.is eða í síma +354-462-2600 Afbókanir eru ekki staðfestar nema þú hafir fengið senda afbókunarstaðfestingu.