Laus störf

Langar þig að starfa með okkur?

Hótel Norðurland er fjölbreyttur vinnustaður fyrir fólk með alls konar hæfileika. Við erum alltaf að leita að kraftmiklum og þjónustulunduðum einstaklingum til að ganga til liðs við okkur og viljum gjarnan heyra frá þér!

Við viljum vera til fyrirmyndarvinnustaður

Markmið Hótel Norðurlands er að vera vinnustaður þar sem áhersla er lögð á þjálfun, jafnrétti og öryggi starfsfólks.

Hótel Norðurland sækist eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu eða reynslu, sýnir eldmóð, fagmennsku og getur tekist á við krefjandi verkefni í alþjóðlegu umhverfi. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn okkar hafi þarfir viðskiptavinarins ætíð í huga og vinnur saman að því að leita bestu lausna ásamt því að hafa stundvísi, heiðarleika, snyrtimennsku og þjónustulund að leiðarljósi. Við leggjum einnig mikla áherslu á að starfsfólkið sé ánægt í starfi og það hafi möguleika til að vaxa og dafna. 

Starfsmannastefnur okkar

Mannauðsstefna

Markmið Hótel Norðurlands er að ráða, efla og halda hæfu og traustu starfsfólki.

Við vöndum okkur mikið við að vera fyrirmyndarvinnustaður. Við erum stolt af því hver við erum og leggjum mikla áherslu á að styðja starfsfólkið okkar í að ná árangri í starfi ásamt því að gera okkar besta í að vera sanngjörn og tryggja jafnrétti og öryggi fólksins okkar.

Jafnlaunastefna

Stefna Hótel Norðurlands er að allir starfsmenn njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og koma þannig í veg fyrir að ómálefnalegur launamunur sé til staðar. 

Jafnréttisstefna

Hótel Norðurland leggur áherslu á að fyllsta jafnréttis sé gætt á milli allra starfsmanna og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum, óháð kyni, aldri eða uppruna. Þetta á m.a. við um rétt til starfa, aðstöðu, menntunar og kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf.

Persónuverndarstefna

Hótel Norðurland leggur ríka áherslu á persónuvernd og sýnir fyllstu varúð við meðferð allra persónuupplýsinga. Öll meðferð persónuupplýsinga skal vera í samræmi við gildandi lög, reglur og grundvallarsjónarmið um persónuvernd og ber starfsmönnum Hótel Norðurlands að vinna samkvæmt því.

Laus störf

Almenn umsókn

Við erum reglulega að leita að hæfileikaríku fólki í fjölbreytt störf. Ef reynsla og hæfni umsækjanda nýtist mögulega í laust starf er haft samband við viðkomandi.

Þrátt fyrir að eiga inni almenna umsókn, þá hvetjum þig einnig til að fylgjast vel með auglýstum störfum inn á heimasíðu okkar og senda inn nýja umsókn fyrir auglýst starf. Það tryggir að þín umsókn verði örugglega skoðuð.

Allar umsóknir eru geymdar í 6 mánuði, eftir þann tíma er þeim eytt. Ef ekki hefur komið til ráðningar innan þess tíma og enn er óskað eftir starfi, þarf að sækja um á ný.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega, en farið er með þær sem trúnaðarmál.